Jæjæ þá eru jólin og áramótin loksins liðin hjá, mikið er ég feginn að þessi átveisla er að taka enda. Annars höfðum við það ofsa gott, ma og pa voru hjá okkur um jólin og Emmi og strákarnir um áramótinn (í mat þ.e.a.s.) síðan fengum við fullt fullt af fólki í heimsókn seinna um kvöldið. Bara gaman.
Skelltum okkur í bæinn eldsnemma í morgun til þess að mæta í sónar, uu já við erum semsagt að fjölga mannkyninu í júlí og það leit allt vel út :) Síðan skuttluðum við Benjamín Sigvalda niður í Bakkafjöru en hann er að byrja að vinna þar í nótt. Fáum ekkert að sjá hann fyrr en á fimmtudagsmorgunin aftur :( Lifum það nú alveg af, erum vön því að hann stingi annað slagið af í vinnu.
11 comments:
Elsku Þóra, Sigvaldi og Benjamín innilega til hamingju með óléttuna... c",)
Takk fyrir það :)
Frábært að heyra að Þetta gekk allt saman vel elskurnar :* Til hamingju aftur!
Kveðja Kristín
Frábært að heyra að Þetta gekk allt saman vel elskurnar :* Til hamingju aftur!
Kveðja Kristín
Frábært að heyra að Þetta gekk allt saman vel elskurnar :* Til hamingju aftur!
Kveðja Kristín
Vá tölvan eitthvað að stríða mér,þetta átti ekki að koma svona oft!
Vá það er naumast að þú er kát með fréttirnar hehe
Jibbískibbí
Til lukku með baby-ið
Kv, Eydís
Til hamingju með væntanlega krílið!!!
kv. Ásdís
Til hamingju með bumbubúann :) Æðislegar fréttir, knús á línuna
kv. María
Gaman að heyra að það er kríli á leiðinni. Vona að allt eigi eftir að ganga rosa vel :o)
kv.
JK
Post a Comment