Saturday, January 31, 2009

Jæja komin heim úr sumarbústað endurnærð en batterín þó alveg tóm hjá Benjamín, alltaf pínu erfitt að hafa svona gaman. Sigvaldi fer aftur í vinnuna annað kvöld eftir vikufrí, bara kósý hjá okkur að hafa hann svona lengi hjá okkur í einu. Við erum búin að skreppa í bæinn saman þar sem Benjó fékk þennan líka flotta mótorcrosshjálm til þess að nota á hjólinu sínu og þvílík hamingja, feðgarnir fóru í sund, skruppum í Þykkvabæinn með fjórhjól og kíkjum í heimsókn í leiðinni, eignuðumst lítinn frænda, skruppum eina nótt í sumarbústað til ma og pa og margt fleira skemtilegt.

Sunday, January 18, 2009

Amma Jóka

Afmælisbarn dagsins er mamman mín og bara 35 ára í þokkabót hehehe eða svo segir sagan allavega. Ég og Benjamín ættluðum að vera ofsa góð við hana og fara með köku í vinnuna til hennar á föstudaginn en neinei þá var kerlan bara heima veik svo það varð nú eitthvað lítið úr því. Hún smellti henni bara í frystirinn og tekur hana með sér á mánudaginn í staðinn. Við vorum í sveitinni í gær og höfðum það ofsa gott einsog alltaf þegar við förum þangað og svo kom Sigvaldi heim í gærkvöldi og lúllaði heima hjá sér, voða notó að fá hann heim annað slagið þótt hann sé í miðju úthaldi.
Ættlum að skella okkur í vöfflur í Sammaranum á eftir þegar að Benjó vaknar lítið annað að frétta.

Friday, January 9, 2009

kartöflumús

Við vorum að kúra saman uppí rúmmi um daginn öll litla fjölskyldan þegar ég segi við Benjamín "komdu til mín mús" Benjamín horfir á mig og segir um leið "ég er kartöflumús" fannst þetta svo sætt hjá honum að ég bara varð að segja frá því :) Annars eru engar fréttir góðar fréttir, Sigvaldi kom í frí í gærmorgun og verður heima í 6 daga sem er auðvitað bara æðislegt. Tek stöðuna aftur þegar það er frá einhverju merkilegu að segja.

Friday, January 2, 2009

Góðar fréttir, ekki bara feit

Jæjæ þá eru jólin og áramótin loksins liðin hjá, mikið er ég feginn að þessi átveisla er að taka enda. Annars höfðum við það ofsa gott, ma og pa voru hjá okkur um jólin og Emmi og strákarnir um áramótinn (í mat þ.e.a.s.) síðan fengum við fullt fullt af fólki í heimsókn seinna um kvöldið. Bara gaman.
Skelltum okkur í bæinn eldsnemma í morgun til þess að mæta í sónar, uu já við erum semsagt að fjölga mannkyninu í júlí og það leit allt vel út :) Síðan skuttluðum við Benjamín Sigvalda niður í Bakkafjöru en hann er að byrja að vinna þar í nótt. Fáum ekkert að sjá hann fyrr en á fimmtudagsmorgunin aftur :( Lifum það nú alveg af, erum vön því að hann stingi annað slagið af í vinnu.

Saturday, December 20, 2008

Monday, December 15, 2008

15122008

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið á síðustu dögum, gott að eiga svona mikið af góðum vinum.
En af okkur er annars bara gott að frétta, fékk smá sjokk í morgun þegar ég fór með Benjamín í leikskólann en þar var auglýst jólaball föstudaginn 19. Hugsaði bara úbbs er í alvörunni svona stutt í jólin mæómæ. Skruppum í borgina í gær að leggja lokahönd á jólagjafainnkaup, úff gott að það er búið meira að segja búin að pakka inn öllum nema tveimur. Versluðum líka eitt stk mótorhjól handa Benjamín, já litla barnið mitt er bara ekkert lítið lengur. Hann segir að hann sé stór strákur núna því hann eigi mótorhjól, ættla að nota mér það óspart í snuddubaráttunni en mér finnst hann vera alltof stór til þess að nota snuddu en hann er ekki alveg sammála. Jæja hef nokkra mánuði til stefnu, miða við að þetta verði snuddulaust heimili þegar hann verður 3 ára. Erum að tína eina og eina í Títlu á kvöldin, leifum henni að skemma þær :)
Tímabært að henda pizzunni í ofnin, bið að heilsa í bili

Thursday, December 11, 2008

Elsku afinn minn, það er gott að vita til þess að þú ert ekki lengur veikur heldur líklega komin í samfestiniginn þinn aftur og skítugur upp fyrir haus að grúska í skúrnum. Það er svo margt sem rifjast upp þessa daganna og allt eru það góðar og skemmtilegar minningar frá Rauðlæknum og auðvitað Veiðivötnum. Í mínum allra fyrstu minningum ert þú annað hvort aðalstarnan eða einhverstaðar í bakgrunninum.

Ég fæ seint og líklega aldrei að gleyma því þegar þú lofaðir að draga mig að landi með súpuna mína, tókst skeiðina og gerðir strik í diskinn svo að súpan skipti sér í smástund sagðir síðan “Ég borða hérna meginn og þú hinum meginn” síðan átti ég að klára minn helming fyrst en auðvitað lak súpan alltaf jafn yfir diskinn aftur sama hversu mörg stik þú teiknaðir í hana. Svo þegar það var rétt botnfylli eftir fattaði ég loksins að þetta var ekki alveg sanngjarn leikur og auðvitað var hlegið mikið og lengi að þessu uppátæki.

Ég man eftir því þegar þú komst heim úr vinnunni í hádeginu og fékkst þér blund í stólnum eftir matinn, varst yfirleitt byrjaður að hrjóta um það leiti sem dánarfregir og jarðarfarir voru lesnar upp. Einu sinni byggðum við líka flottasta snjóhús sem sést hefur en það var prýtt þessum líka fína þakglugga sem var afturrúða úr bíl.

Einhverntímann fékk ég að fara ein með þér í Vötnin til þess að mála húsin þar, ég var svo montin að fá að vera ein uppi á þaki að skrapa málninguna man vel þegar ég hugsaði að mamma og pabbi myndu nú aldrei leyfa þetta. En svona varstu líka, sagðir aldrei nei sama hvað vitleysu manni datt í hug og ansi oft fékk maður að heyra einkunarorðin þín “Tilraunir eiga alltaf rétt á sér” þótt það fæli í sér að blanda ógeðisdrykk í eldhúsinu sem þú síðar áttir að smakka og þér fannst ekki nema sjálfsagt að gefa blómunum smá smakk líka.

Uppáhaldið er samt þegar þú kenndir mér að binda pelastick á lakkrísreimar, ekki það að ég hafi oft þurfta að binda slíkan hnút en ég hugsa oft til þess þegar ég var að læra það, mér fannst þetta svo merkilegt og ég svo merkileg að hafa lært það.

Elsku afi þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér og meira til. Við sem eftir stöndum munum svo sannarlega sjá til þess að þau barnabörn og barnabarnabörn sem ekki voru svo heppinn að kynnast þér fái að gera það í gegnum allar skemtilegu sögurnar sem við kunnum af þér og uppátækjum þínum.

Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.

Því ég er að gráta og kalla eftir þér.

Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf?

Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?