Wednesday, July 16, 2008

eitt stykki blogg

Ættla að byrja á því að þakka fyrir laugardaginn stelpur, þetta var ekkert smá gaman og gæsin er í skýjunum með þetta svo að við getum bara verið stoltar.
Það var semsagt algjör lygi að við værum á leiðinni á Egilstaði um síðustu helgi, ég skrifaði það bara hérna inn til þess að Vigísi grunaði ekki hvað stæði til :)
Lítið annað að frétta, er ekki búin að fara í vinnuna alla vikuna útaf einhverri leiðinda sýkingu sem ég er með en þetta er nú allt að lagast samt. Í gærmorgun áður en Benjamín fór í leikskólann hóstaði hann tvistar frekar ljótt en við vorum nú ekkert að kippa okkur upp við það því að hann hóstar oft á morgnana og svo ekkert meir. Nema hvað þegar ég náði í hann seinna um daginn var krakkinn orðin þvílíkt nefmæltur og fékk síðan bullandi hita um kvöldið sem varð síðan til þess að við mæðgin vöktum saman góðan hluta af nóttinni því hann var svo slappur litla skinnið. Hann verður nú vonandi ekki lengi að hrista þetta af sér kúturinn.
Já og svo stendur mikið til um helgina því að það er komið að langþráðu innfluttningspartýi, af öllum þeim stöðum sem við höfum búið á hefur það alltaf dottið upp fyrir að halda eitt slíkt en núna er sko aldeilis komið að því :) Get bara hreinlega ekki beðið eftir því að fara að blanda bolluna. . .

1 comment:

Anonymous said...

takk kærlega fyrir frábæran dag ég held meira segja að við séum líka í skýjunum yfir hversu vel þetta heppnaðist hjá okkur, vona að ykkur mæðginunum fari að batna sjáumst svo hressar um helgina
kv unnur dögg