Monday, July 7, 2008

Þá eru allir fluttir út frá okkur og allir sáttir með sitt. Karlinn með strákinn ættlar að vísu að koma aftur í dag með peyjann sinn og ég ætta að passa fyrir hann á meðan hann hestast eitthvað. Við erum að spá í að fara í útilegu um næstu helgi og það alla leið á Egilstaði. Hef ekki komið þangað síðan áður en Benjamín fæddist, okkur langar að kíkja á húsið sem Dabba og Brói eru búin að smíða sér og vonandi gera eitthvað fleira skemtilegt. Vona að Benjamín verði hress á leiðinni, hann hefur aldrei verið svona lengi í bíl áður.
Já og svo skelltum við okkur á hestamannamótið á laugardagskvöldið í þvílíkri brakandi blíðu, ekki oft sem ég get sagt að ég hafi verið allt of vel klædd en það átti svo sannarlega við þarna. . . rúllukraginn hefði sko alveg mátt missa sig. Ekkert smáræði af fólki þarna, maður fékk bara netta svona “töðugjöldinígamladaga” fíling ;)

5 comments:

Dísin said...

aldrei að vita nema maður upplifi töðugjaldafílinginn gamla góða aftur í sumar þar sem ég var að frétta að það væru víst alveg splendid hljómsveitir!

Anonymous said...

ohhh mig langar geðveikt í svona "gömul" töðugjöld aftur..En það var fínt að kíkja þarna uppá svæði,við getum allavega sagt að við höfum farið :)En með knapana mér fannst ekkert sérstaklega mikið af þeim þarna (pínu vonbrigði)

Anonymous said...

nú hvaða hljómsveitir verða á sveimi ??
en með knapana þá voru þetta bara knapar í orðsins fyllstu (reiðmenn) vonum bara að þeir láti sjá sig á Töðugjöldum fyrir þig sæta mín

Anonymous said...

Já, töðugjöldin voru skemmtileg í þá gömlu góðu...

En með Benjamín í bílnum... þetta verður ekkert mál! Stoppa bara oft á leiðinni og vera með ferða-DVD!! Það reddar öllu! (ef þið eigið ekki þá getið þið fengið lánað hjá okkur).

knúsí knús!

Anonymous said...

Já ég er einmitt búin að vera að spá í að kaupa svoleiðis, vorum með í flugvélinni þegar við fórum út og það var algjör snilld :)