Aldeilis kominn tími á nokkur orð hér. Ég er semsagt í sumarfríi þessa vikuna vegna þess að við erum að fá fólk til okkar yfir landsmótið, það koma tvenn hjón frá Noregi í kvöld og maður með 2 ára gutta á morgun sem verður síðan hjá mér og Benjamín á daginn á meðan karlinn er á mótinu. Bara gaman að því :) Sunnudagurinn fór í að tæma herbergi og skápa, búa um rúm og gera fínt fyrir fólkið, í gær var svo farið í verslunarreysu til Rvk með mömmu, ömmu og Fríðu B. Það er svo langt síðan ég hef verslað svona mikið að ég var alveg uppgefinn í gær eftir ósköpin. Allt að smella saman núna og smá tími til þess að kíkja í tölvuna. Hef það ekki lengra í bili en heiti á sjálfa mig að koma með aðra færslu fyrir helgi :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ohh, það er svo gaman að versla!
Hvenær eigum við tvær að fara saman, kíkja í Ikea og fleiri húsgagnabúðir og svona... held við yrðum góðar saman í svoleiðis rugli!
Bannað að skilja útundan sko :)
Kv, Eydís
Ég er sko alveg til í að fara með ykkur í verslunarleiðangur næst þegar ég tek mig til :)
Ekki spurning um að það verið gaman. . .
þá er það ákveðið!
En Þóra, það styttist hratt í helgina... fer kannski að koma önnur færsla??
Síðasti séns í dag, þú skorast nú ekki undan eigin áskorun.
Post a Comment