Wednesday, September 17, 2008

Ættlum að bregða okkur vestur um helgina í smalamennsku, jahh eða sko Sigvaldi ættlar að smala og ég geri eitthvað annað á meðan. Finnst ekki mikið spennandi að elta skítugar skjátur upp á fjalli í rigningu, geri passlega ráð fyrir rigninu allavega. . . áhvað að kíkja á veðurspánna fyrst ég var að spá bleytu og það verður ekki rigning heldur helli rigning. Hlakka nú samt til að hitta frænfólkið mitt þarna og fá smá tilbreytingu í hversdaginn. Lítið annað að frétta svo ég læt þetta bara gott heita.

10 comments:

Dísin said...

þetta er spennandi helgi, ekkert réttarball og grenjandi rigning!

Anonymous said...

Já ekkert smá, bara get ekki beðið hehe

Anonymous said...

Ég vona að þið hafið það gott þarna í sveitinni,við Bella biðjum allavega að heilsa. Ég verð að vinna alla helgina jejj svo mér er nokkuð sama um veðrið hehe. Kisskiss á ykkur dúllur
Þín mágkona ;)

Anonymous said...

þetta verður yndislega blaut helgi er einmitt að fara í óvissuferð

Anonymous said...

þetta var bara ég unnur :)

Anonymous said...

Skila kveðjum og góða skemtun í óvissuferð Unnsla

Hvernig væri nú að fara að hafa smá stelpu hitting eina af þessum örfáu helgum sem það er ekkert um að vera á Hellunni múhaha
Eruði geim görlz ?

Anonymous said...

Uuu ef ég var inní þessari spurningu þá er ég allavega allveg game í hitting ef þú gerir ostasalat og svo kanski smá uu kokteil??

-mágkonan

Anonymous said...

alltaf geim þú veist það og já var ekki búið að lofa mér kokteil ef ég man rétt var nú ekki svo lyfjuð þegar ég las það :)
unnsý

Anonymous said...

má ég vera memm líka???? ég get þá tekið með mér fulla fötu af kokteil:) kv.spíra frænka hahahaahaaa....og góða ferð í sveitina

Anonymous said...

jú kokteilar og fata af bollu hljómar vel
stefnir allt í að ég verði ein í kotinu um þarnæstu helgi og gæti alveg þegið félagsskap