Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið á síðustu dögum, gott að eiga svona mikið af góðum vinum.
En af okkur er annars bara gott að frétta, fékk smá sjokk í morgun þegar ég fór með Benjamín í leikskólann en þar var auglýst jólaball föstudaginn 19. Hugsaði bara úbbs er í alvörunni svona stutt í jólin mæómæ. Skruppum í borgina í gær að leggja lokahönd á jólagjafainnkaup, úff gott að það er búið meira að segja búin að pakka inn öllum nema tveimur. Versluðum líka eitt stk mótorhjól handa Benjamín, já litla barnið mitt er bara ekkert lítið lengur. Hann segir að hann sé stór strákur núna því hann eigi mótorhjól, ættla að nota mér það óspart í snuddubaráttunni en mér finnst hann vera alltof stór til þess að nota snuddu en hann er ekki alveg sammála. Jæja hef nokkra mánuði til stefnu, miða við að þetta verði snuddulaust heimili þegar hann verður 3 ára. Erum að tína eina og eina í Títlu á kvöldin, leifum henni að skemma þær :)
Tímabært að henda pizzunni í ofnin, bið að heilsa í bili
7 comments:
Hann er sko svaka stór strákurinn þinn algjör töffari að vera kominn á mótorhjól;) við sjáumst á jólaballi:)
kv. unnur
algjör risi sko
á ég að mæta með pelann eða þú á jólaballið hehe
er ekki betra að þú mætir með hann
Jú líklega, ég verð allavega ekki rekin ef það kemst upp um okkur hahaha
hahahha nei:)
Sama hér, snuddustríð !!!
Það er bara svo erfitt að segja nei þegar að hann kemur til mín og segir "mamma, mig langar svo í nudduna mína" :)
En gangi ykkur vel með þetta.
kv, Eydís
úff já þessi litlu augu bræða mann alveg
takk og sömuleiðis
Post a Comment