Elsku afinn minn, það er gott að vita til þess að þú ert ekki lengur veikur heldur líklega komin í samfestiniginn þinn aftur og skítugur upp fyrir haus að grúska í skúrnum. Það er svo margt sem rifjast upp þessa daganna og allt eru það góðar og skemmtilegar minningar frá Rauðlæknum og auðvitað Veiðivötnum. Í mínum allra fyrstu minningum ert þú annað hvort aðalstarnan eða einhverstaðar í bakgrunninum.
Ég fæ seint og líklega aldrei að gleyma því þegar þú lofaðir að draga mig að landi með súpuna mína, tókst skeiðina og gerðir strik í diskinn svo að súpan skipti sér í smástund sagðir síðan “Ég borða hérna meginn og þú hinum meginn” síðan átti ég að klára minn helming fyrst en auðvitað lak súpan alltaf jafn yfir diskinn aftur sama hversu mörg stik þú teiknaðir í hana. Svo þegar það var rétt botnfylli eftir fattaði ég loksins að þetta var ekki alveg sanngjarn leikur og auðvitað var hlegið mikið og lengi að þessu uppátæki.
Ég man eftir því þegar þú komst heim úr vinnunni í hádeginu og fékkst þér blund í stólnum eftir matinn, varst yfirleitt byrjaður að hrjóta um það leiti sem dánarfregir og jarðarfarir voru lesnar upp. Einu sinni byggðum við líka flottasta snjóhús sem sést hefur en það var prýtt þessum líka fína þakglugga sem var afturrúða úr bíl.
Einhverntímann fékk ég að fara ein með þér í Vötnin til þess að mála húsin þar, ég var svo montin að fá að vera ein uppi á þaki að skrapa málninguna man vel þegar ég hugsaði að mamma og pabbi myndu nú aldrei leyfa þetta. En svona varstu líka, sagðir aldrei nei sama hvað vitleysu manni datt í hug og ansi oft fékk maður að heyra einkunarorðin þín “Tilraunir eiga alltaf rétt á sér” þótt það fæli í sér að blanda ógeðisdrykk í eldhúsinu sem þú síðar áttir að smakka og þér fannst ekki nema sjálfsagt að gefa blómunum smá smakk líka.
Uppáhaldið er samt þegar þú kenndir mér að binda pelastick á lakkrísreimar, ekki það að ég hafi oft þurfta að binda slíkan hnút en ég hugsa oft til þess þegar ég var að læra það, mér fannst þetta svo merkilegt og ég svo merkileg að hafa lært það.
Elsku afi þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér og meira til. Við sem eftir stöndum munum svo sannarlega sjá til þess að þau barnabörn og barnabarnabörn sem ekki voru svo heppinn að kynnast þér fái að gera það í gegnum allar skemtilegu sögurnar sem við kunnum af þér og uppátækjum þínum.
Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
4 comments:
Þetta er svo fallega skrifað um hann afa þinn og lýsir öllu svo vel um hann, ég man líka hvað mér fannst ótrúlega spennandi að fara í veiðivötnin að mála og man ég sérstaklega eftir einni ferð þar sem þú málaðir mig græna í framan, það var nú ekki mikil gleði með það hjá öllum;) og það var frakar erfitt að þrífa málinguna af... ætli það hafi ekki verið meira fíflast í þessari ferð heldur en málað hjá okkur... híhí
knús til ykkar
kv.Unnur
Falleg grein hjá þér Þóra.
Samúðarkveðja.
Katrín
Falleg orð Þóra mín.
Samhryggist ykkur öllum og hugsa til ykkar.
Kv, Eydís
Rosalega fallega skrifað hjá þér Þóra.
Ég samhryggist þér og fjölskyldu þinni innilega, ég gef þér knús þegar ég hitti þig um jólin :*
Post a Comment