Thursday, August 14, 2008

Fimmtudagar

Fimmtudagur er og hefur alltaf verið uppáhalds viku- dagurinn minn, það er svo gott að vita af því að það er bara föstudagurinn sem stendur á milli mín og helgarinnar. Mismunandi ástæður fyrir því í gegnum tíðina afhverju helgarnar eru góðar. Til að byrja með vegna þess að þá vorum bæði mamma og pabbi fríi, síðan af því að það var enginn leikskóli/skóli um helgar. Svo kom að því að mann hlakkaði bara til þess að sofa út. Þar á eftir kom djammið sem óhjákvæmilega þýddi að það var haldið áfram að sofa út um helgar. Mamma gerði nú ófár tilraunir til þess að koma mér og Palla á lappir með því að t.d. ryksuga fyrir hádegi, finnst það nú bara fyndið núna en þá var guðlast að vera með svona læti svona snemma dags. . . Fyrir nokkrum árum kom að því að fimmtudagar voru bestir af því að þá kom Sigvaldi heim af fjöllum daginn eftir og fimmtudagskvöld fóru í það að gera sig sæta fyrir hann :) Eina tímabilið í lífi mínu sem fimmtudagar hafa ekki skipt máli var þegar við vorum að vinna í Kárahnjúkum og á Reyðafirði því að það skiptir ekki rassgati hvaða dagur er þegar maður er í vaktavinnu á úthöldum með sinn heittelskaða með sér.
Núna er að sjálfsöguð best að hlakka til að geta verið öll saman þrjú yfir helgina + Títla auðvitað
Góða helgi góðir hálsar. . .

1 comment:

Anonymous said...

Góða helgi elskurnar mínar :*
Kveðja Kristín mágkona