Fékk sms áðan sem hljóðaði svona
"eins gott að þú sért í vinnunni, ég er að koma"
úr númeri sem ég þekkti ekki, þvílíkt spennt yfir því hver væri að koma að heimsækja mig svo að ég segist vera í vinnunni og spyr hver þetta sé. Þá kemur til baka
"komdu fram"
og ég auðvitað fer fram en það er engin leynigestur svo ég spyr "hvert fram" (margir staðir sem koma til greina sko
"Þar sem kassarnir eru" er svarað
Hmm. . . þar sem kassarnir eru, engir búðakassar hérna svo að þetta er nú eitthvað skrítið. Kannski einhver vilji hitta mig í leyni inni geymslu hjá kössunum þar. . . efaðist nú reyndar um það en svo er aldrei að vita nema maður eigi leyndan aðdáenda. . .
Ekkert annað í stöðunni að gera en að hringja (var farið að gruna vittlaust númer) svo að ég hringi og spyr hver þetta sé
"fastagesturinn" er svarað "hvar ertu eiginlega"
Þá var það komið á hreint engin spennandi leynigestur í dag, bara vittlaust númer ;)
Farin til Rvk með ma og Önnu móðu
bið að heilsa
3 comments:
takk fyrir öll kvittinn á síðustu færslu
:)
Æiii en svekkjandi samt..ég var orðin hevý spennt að lesa..
Kveðja Kriss mágkona
Bwwwwaaahahahaaaa!!!
Snilldar vitlaust númer saga!
Post a Comment