Tuesday, October 21, 2008

betra er seint en aldrei

Ég var víst búin að lofa einni færslu eftir vinnu í gær og sveik það svona hressilega. Dagurinn í gær fór bara mest allur í það að vera þreytt. Ég steinsofnaði í hádeginu í ca 20 mín síðan eftir vinnu var Herra Benjamín extra mikið þreyttur og var þar afleiðandi extra mikið geðvondur og lítill í sér og þar afleiðandi ég alveg búin á því eftir kvöldmat. Ég fór svo snemma að sofa í gær að ég segi ekki frá því hvað klukkan var þegar ég fór upp í rúm. . . Enda vorum við líka vöknuð eldsnemma í morgun og búin að fara í sturtu og borða morgunmat fyrir 7, voða kósý stundum að hafa svona mikin tíma á morgnana.
Annars var helgin líka frábær, við fórum í bæinn bara tvö ég og Sigvaldi. Ég fór í klipp og lit hjá Vigdísi og svona líka ánægð með útkomuna, fórum í bíó og heimsókn um kvödið og nutum þess að vera í fríi. Benjamín gisti hjá ömmu sinni og afa í sveitinni og var auðvitað himinlifandi með það :)

5 comments:

Anonymous said...

Úúúú... kósý að fara bara tvö í bæinn! Guð hvað ég hlakka til að geta svo mikið sem hugsað um það!
Svo er það myndataka og matur næstu helgi, er þaggi?

kv ásdís

Anonymous said...

Það styttist nú í það hjá ykkur.
okkar hlakkar ofsa mikið til að koma í myndatöku og hitta ykkur :)

Anonymous said...

Það var nú gott að það lá betur á "litla" karlinum í dag :) Voða gaman að hittast,það er náttla svo langt á milli okkar :Þ Hafðið það gott elskurnar,sjáumst vonandi fljótlega :*

Anonymous said...

ég vildi að ég gæti haft svona mikin tíma á morgnanna en það er bara svo gott að sofa. Svo er náttúrlega ekkert grín að láta naga ennið á sér maður verður þreyttur eftir það:)
kv unnur

Anonymous said...

úff já ég er venjulega mjög þreytt líka og já það hlítur að taka svona á að láta naga á sér ennið haha ekki á hverjum degi sem það kemur fyrir :)