Tuesday, October 28, 2008

gubb

Þvílík nótt. Í gærkvöldi vorum við Sigvaldi að hafa það gott og horfa á sjónvarpið, vorum búin að áhveða að senda Benjamín á leikskólann daginn eftir (hann var búin að vera aðeins slappur og gubbaði nóttina áður) en alla vega þá var allt með kyrrum kjörum. Allt í einu kallar Benjamín mmaaammmaa voðalega eymdarlega og ég tríttla inn til hans. Minn maður var búin að gubba yfir allt rúmið okkar, í gegnum tvær þykkar yfirdýnur, í sængur og kodda og eiginlega á allt nema kindina Hrein sem hann lúllar alltaf hjá. Hann var alveg miður sín og fannst þetta allt frekar mikið ógeðslegt og þegar ég var að skola hann í sturtunni kjökrar hann “afa tractor” (uppáhalds teiknimyndin) auðvitað ekkert hægt að neita honum um neitt þegar hann er svona slappur svo að ég skríð upp í rúm með honum þegar það var aftur orðið hreint og við horfum á teiknimyndina saman. Um ellefu leytið er ég aallllveg að sofna þá segir Benjamín að hann þurfi að pissa, hann reisir sig upp og þá kemur önnur spýja yfir allt nema Hrein, ótrúlegt hvað þessi kind náði alltaf að sleppa og sagan endurtekur sig upp á nýtt. Úff hvað ég var orðin þreytt þegar að það var loksins hægt að fara að sofa aftur og svo var ég alltaf að athuga með hann í nótt ekki alveg á því að taka allt í gegn eina ferðina enn.
Nema hvað ég er komin heim úr vinnunni að drepast og Sigvaldi er eitthvað skrítinn líka, happy times hjá okkur. . .

5 comments:

Anonymous said...

Æii kiðlingarnir mínir,þetta er allveg glatað að heyra. Ísabella var einmitt eitthvað spúkí í maganum þegar hún kom frá ykkur. Vonandi gengur þetta bara hratt yfir. Hugsa til ykkar og takk kærlega fyrir reddingin í dag :*
Kveðja Kriss mágkona

Anonymous said...

já ég held nú að þetta sé að verða búið, allvega var ekkert gubbað í nótt og Benjamín er hress í dag. Það er bara ég sem er slöpp en það líður örugglega fljótt hjá
Lítið mál að redda þér, any time eskan :)

Anonymous said...

Alltaf jafn ógeðslega ógittlegt svona gubbustand. Látið ykkur batna elskurnar. kv.Vittis

Anonymous said...

vona að ástandið sé að lagast á heimilinum við hefðum nú getað sameinað okkur í eitt veikindahús og klárað allan pakkan í einu
kisskiss unnur

JK said...

Oj oj oj...
Þetta hefur verið meira ógeðið! Svona pestir eru algjör óbjóður.

En Hreinn hefur að minnsta kosti verið hreinn... ho ho ho ;)

Vonandi eru nú allir orðnir hressir eftir þessa pest.