Saturday, November 1, 2008

fréttaskot

Síðast dagurinn minn í Samverk var í gær, verið að segja upp fólki vegna efnahagsástandsins og auðvitað var ég ein af þeim heppnu. Þíðir nú ekki mikið að vera að væla yfir því, vissi að þetta væri möguleiki því það er ekki langt síðan ég byrjaði þarna. Ég er meira að segja búin að sækja um vinnu á tveimur stöðum og við erum að skoða annan spennandi möguleika. Veit að þetta fer allt vel að lokum og í millitíðinni er heitt á könnunni hjá mér :)

5 comments:

Anonymous said...

Æ, leiðinlegt að heyra (lesa).

Vonandi færðu bara eitthvað skemmtilegt að gera fljótlega.

Njóttu þess bara á meðan að vera 100% húsmóðir :)

Kveðja
Katrín

Anonymous said...

Fínt að fá að dúllast heima í vinnupásu. Þú færð poottþétt nýja vinnu, ég er viss um það. Ég meina, hver vill EKKI fá ÞIG í vinnu????

Anonymous said...

þetta fer allt saman vel hjá þér sæta mín trúi ekki öðru, aldrei að vita nema maður kíki á þig en það er náttúrlega langt að fara svo ég verð að hugsa þetta vel..
kveðju unnur

Anonymous said...

JK: já þetta hlítur að reddast og ég meira að segja hlakka pínu til að vera 100% húsmóðir í smá tíma :)

Ásdís: segðu ;)

Unnur: Betra að hugsa sig vel um og vera vel búin, vil ekki hafa það á samviskunni að þú verðir úti á leiðinni til mín

Anonymous said...

kvittikvitt!:) V