Thursday, November 6, 2008

100% húsmóðirin talar frá Baugöldu

Þegar maður hefur allan tímann í heiminum hefur maður ekkert að tala um. Reyndar kannski ekki alveg satt að ég hafi allan tímann í heiminum því ég er búin að hafa ótrúlega mikið að gera þessa fyrstu viku í atvinnuleysi. Var t.d. að enda við að henda köku í ofninn í tilefni þessa fína föstudags, mmm húsið ilmar alveg af kartöfluköku (slef) Kartöflukaka hljómar kannski ekkert mjög spennandi en trúiði mér hún er fanta góð og ótrúlega viðeigandi þar sem að húsbóndinn er hinn mesti karföfluálfur. Hverjum fannst líka ekki asnalegt að setja gulrætur í kökur áður en hann smakkaði.
Lítið meira að segja í bili, góða helgi góðir hálsar

10 comments:

Anonymous said...

Hljómar ekki vel þessi kartöflukaka, en ég trúi því alveg að hún sé góð. *Yfirleitt er allt gott sem hljómar illa (allavega í sambandi við mat)

Dísin said...

hahah! las alveg tvisvar í gegn þegar ég sá að húsið ilmaði af KaRtÖbBluköku!!! góða helgi :)

Anonymous said...

haha já þetta hljómar vægast satt mjög undarlega
engu að síður ógó pókó gott með súkkulaði kremi

Anonymous said...

Góða helgi og vona að kakan bragðist vel
kv unnur

Anonymous said...

takk fyir það og sömuleiðó og já hún er ofsa góð, ég og Benjamín erum sko alveg búin að sinna gæðaeftirlitinu :)

Anonymous said...

Allt með kartöflum er gott :) Góða helgi elskur
-Kriss kartöflumágkona

Anonymous said...

næstum allt allavega :)
sömuleiðis estan

Anonymous said...

kvitt hon... V-frænk

Anonymous said...

Spennandi þessi karpellu kaka :)

Viltu ekki henda inn uppskriftinni fyrir forvitna kartöfluálfa ;)

kv.
JK

Anonymous said...

Jú alveg sjálfsagt, læt hana fylgja með í næstu færslu :)