Tuesday, November 11, 2008

Ein fyrir clasy miss JK

200 gr smjör
400 gr sykur
6 stk egg
300 gr hveiti
300 gr soðnar kartöflur
2 tsk lyftiduft
2 tappar möndludropar
---
Eggjahvítur stífþeyttar og geymdar í kæli á meðan hinu er gumsað saman. Smjör sykur og eggjarauður þeytt saman og þurrefnum síðan hrært saman við. Það á að stappa kartöflurnar í gegnum sigti og blanda síðan saman við en ég sker þær bara í litla bita, hendi út í deigið og læt hrærivélina um alla vinnuna. (ath kartöflurnar þurfa að vera orðnar kaldar annars fer allt í steik) Eggjahvítunum er síðan hrært saman við með sleif
Bakað við 175c í 45 - 60 mín. Passar í stórt hringform
Ágætt að setja súkkulaðikrem ofan á en það þarf ekkert endilega

5 comments:

Anonymous said...

Ummms slef!! Það er bannað að setja svona inn þegar að feitabollur eins og ég eru í aðhaldi :) Komdu með eina góða salat-uppskrift fyrir þína heittelskuðu mágkonu :Þ

Anonymous said...

ÉG ætla að prófa þetta fljótlega...

Anonymous said...

Æ fyrirgefðu eskan, ég skal gera gott betur en að koma með uppskrift, ég skal bjóða þér í djúsí (en hollt) saltat þegar þú hefur tíma til að reka inn nefið

High five fyrir þér Ásdís og verði ykkur að góðu :)

Anonymous said...

Ú....
Prófa þessa um helgina!
Hlakka til að smakka :þ

Takk takk
JK

Anonymous said...

Kristín fitubolla hættu þessu væli þú ert ekkert feit en girnileg uppskrit