Tuesday, November 18, 2008

smá viðvörun

Á laugardagsnóttina byrjaði ég að fá svona heiftarlega whiskey rödd, ekki mikið að kippa mér upp við það kenndi bara djamminu um og á sunnudaginn kenndi ég þynkunni um en á mánudaginn var mér hætt að lýtast á blikuna og dreif mig til læknis í morgun (þriðjudag) Þar fékk ég að vita að ég væri með blöðrur í hálsinum og væri í því að smita alla í kringum mig þessa daganna. Djamm kenningin alveg fokin út í vindinn, sumsé þeir sem hafa hitt mig eitthvað síðustu daga meiga alveg eiga von á því að týna röddinni sinni og geta kennt mér algjörlega um. Horfiði samt á björtu hliðarnar góðir hálsar, ég er ekki veik bara raddlaus svo að ef einhver lendir í rúminu er ekki hægt að kenna mér um það. . .

7 comments:

Dísin said...

haha þetta hef ég aldrei heyrt um! En vonandi ferðu að fá röddina þína aftur :)

Anonymous said...

Hehe aumingja kerlingin,þetta var reyndar mjög spes hvernig þú varst í gær...

Anonymous said...

æ æ æ, ertu með "hand-foot & mouth" ??? ;)

Vonandi færðu röddina fljótlega aftur.

p.s. búin að smakka karpellukökuna (bakaði hana að vísu ekki sjálf) og hún var alveg ljómandi góð. :þ

JK

Anonymous said...

er þetta gin og klaufaveikin hún er að ganga, hehe. Læt þig vita ef ég verð raddlaus. láttu þér batna sæta mín kisskiss Unnur

Anonymous said...

hahaha nei ég er ekki með gin og klaufaveiki. . . bara gin, er ekkert meiri klaufi en venjulega

Gott að kakan var góð mín kæra

Anonymous said...

Eins gott að ég var ekki að knúsa þig þegar ég hitti þig á laugardaginn! Fjúkkit!

Láttu þér batna því við verðum að fara að kíkja á Eydísina okkar!

Anonymous said...

Ég er alveg að vinna í því á fullu, hitti hana aðeins í Bónus á þriðjudaginn og skammaðist mín alveg niður í rassgat að hafa ekki verið búin að fara til hennar