Monday, November 24, 2008

mánudagur til mæðu

Hvernig væri nú að bretta upp ermar og hrista fram einsog einn aðventukrans til tilbreitingar, hef ekki gert svoleiðis síðan uppi í Kárahnjúkum. Aldrei að vita nema það hrindi af stað keðjuverkun í því sem þarf að sinna fyrir jólin, veitir nú aldeilis ekki af sparki í rassinn í því sambandi. . . ekki mikið jólabarn hér á ferð. Eina sem mig langar að gera er að baka piparkökur og mála með Benjamín, man hvað mér fannst svoleiðis drullumall alltaf skemtilegt. Annars er bara lítið að frétta af okkur á Hellunni same old bara. Jah jú kenndi reyndar Sigvalda að baka pönnukökur í gær, ekkert smá efnilegur karlinn. Reyndar étur hann næstum jafnóðum það sem hann bakar en ef maður er snöggur er hægt að krækja í eina og eina. . .

11 comments:

Dísin said...

Ég ætlaði einmitt að plata þig með mér á skreytingarkvöld hjá vmfs, það hefði verið stuð :)

Anonymous said...

Já ég man eftir að hafa séð það auglýst og einmitt hugsaði strax til þín :)
hvenar er það, í kvöld ?

Anonymous said...

Hér með færð þú spark í rassinn!! Vertu nú dugleg og njóttu þess að vera svona heima að dúllast fyrir jólin það er svo nice,ég get allaveg ekki beðið eftir að geta farið að skreyta og baka fullt fullt :)
Lov Kriss mágkona :)

Anonymous said...

Dugleg að koma með nokkrar línur loksins!

Þú kemst í jólafíling um leið og þú byrjar! Hefur lítið annað að gera...

Ég er að bíða eftir að vera búin með skólann og vinnuna... get ekki beðið eftir að byrja fyrir alvöru í jólaundirbúning... bara búin að henda upp 2 seríum af því Aron Leví var eitthvað sár yfir jólaskrautsleysinu á heimilinu...

Anonymous said...

Ég fékk nú líka nokkrar, alveg prýðisgóðar pönnsur og ljúffengt kakó með í kuldanum svo þið náðuð nú ekki að borða allt beint af pönnunni mmmmm..namminamm og takk fyrir mig:) kv.frænks

Dísin said...

það var í gærkvöldi og svo held ég í kvöld eitthvað annað námskeið, förum bara næst :)

Anonymous said...

Vá hvað ég á góðar vinkonur sem nenna alltaf að kvitta hjá mér, takk stelpur :)
Held að ég taki mig bara til í dag og baki smá aldrei að vita nema andinn komin yfir mig í framhaldi af því :)

Anonymous said...

þú ert svo dugleg sæta mín, njóttu þess að vera heima í desember og vera bara að dúlla þér, væri sko alveg til í það núna í öllum þessum próflestri og vinnu inná milli...
hafðu það gott
kv.unnur

Anonymous said...

og já ég er svolítið hrædd um það að þú skuldir mér bjórdrykkju með mér??

Anonymous said...

Haha já það er alveg satt hjá þér
Við verðum að gera eitthvað í því við tækifæri

Anonymous said...

Haha já það er alveg satt hjá þér
Við verðum að gera eitthvað í því við tækifæri