Friday, November 28, 2008

Jólaskröggur

Lét verða af því í kvöld að bröllta upp á loft og sækja þetta litla jólaskraut sem er til á heimilinu. Komnar seríur í heila 3 glugga og þvílíkt ógeðis vesen er að setja þetta upp, rifjaðist hressilega upp fyrir mér afhverju mér er illa við jólaseríur. Á meðan setti Sigvaldi saman rúmið hans Benjamíns það hafðist loksins að klára að mála það og gera fínt, síðan fór þessi myndarmaður beint í það að setja upp ljós undir skápana í eldhúsinu fyrir mig, nú get ég loksins farið að útbúa fallegan mat því ég sé hvað ég er að gera. En já Benjamín var voða ánægður með rúmmið og sofnaði um leið og hann lagðist á koddann sinn en hann var enn meira ánægður með að mamma hans skildi hafa sig í að setja upp jólaljós. Mikið að spá í þessu jólaveseni útum allt núna.
Ættla að horfa á sænsku löggurnar á volvóunum sínum núna, bara fyndin mynd

4 comments:

Anonymous said...

ég sá einmitt að það væri orðið voða jólalegt hjá ykkur eitthvað annað en hjá vottunum aðeins innar í götunni;)

Anonymous said...

hehe já þessir vottar sko

Anonymous said...

þeir eru alveg svakalegir en það er alltaf að bætast í hjá þér orðið svaka flott

Anonymous said...

Dugleg stelpa!

Ég er búin að skreyta pínulítið.. stefni á að klára fyrir föstudag