Wednesday, October 1, 2008

stend við mitt

Núna er ég ekki búin að sjá né heyra í Sigvalda mínum síðan snemma á mánudaginn, það hefur ekki liðið svona langt á milli samskipta hjá okkur í 6 ár. En svona er það víst þegar það er ekkert símasamband, maður er hálffatlaður án þess. Óþægilegt líka að vita ekki hvort það er ekki örugglega allt í lagi með hann karlinn. Krossa fingur og tær og vona að hann komi heim í heilu lagi á morgun.

13 comments:

Dísin said...

ég skil þig sko ofur vel, það verður gott þegar hann kemur aftur :)

Anonymous said...

ójá, þvílíkur munur þegar ég verð ekki lengur "einstæð"

Anonymous said...

aumingja Þórur minn, Sæmi fær sko ekki að fara að vinna á þessum fjöllum! kemur ekki til greina:) kv.Vigdís

Anonymous said...

Þetta er nú ekki neitt til frambúðar heldur, er að vona að þeir klári verkið núna svo hann þurfi ekki að fara aftur

Anonymous said...

Ég er bara fegin að Hjörturinn minn er fastur á verkstæðinu sínu...

Anonymous said...

Já vá hvað ég væri ánægð með svona 9 - 5 alltaf á sama stað vinnu fyrir hann
en ég fæ víst ekki allt sem ég vil

Anonymous said...

jæja frétti að hann væri komin heim heill á húfi sé þig vonandi um helgina ég er allavega að verða þyrst;)
kv unnur

Anonymous said...

újé hann kom sko heim í gærkvöldi
Elín og Simmi ættla jafnvel að kíkja til mín í kvöld og það væri gaman ef þið kærusturnar létuð sjá ykkur líka
minns er líka að verða þyrstur :)

Anonymous said...

kærusturnar ???
uuu þetta var leyndó

Anonymous said...

oh men, gleymdist að segja mér það
annars var ég nú ekki beint spennandi félagsskapur í gær, sofnaði í sófanum fyrir allar aldir

Anonymous said...

Takk fyrir komuna stelpur mínar, voða kósý hjá okkur :)

Anonymous said...

Takk fyrir drukkið...Þetta var bara voða nice, spurning um að gera þetta kanski ofar??

Kisskiss
mágkona þín sem að er alltaf einstæð :Þ

Anonymous said...

Ekki spurning :)