Monday, October 6, 2008

Tengdó komu heim úr útlandinu í gær og færðu Benjamín FCB galla ekkert smá sætan, drengurinn ættlaði nú ekki að taka neitt annað til greina en að fara í honum í leikskólann í morgun. Með samningarviðræðum yfir jógúrtinu tóks þó að fá það í gegn að hann fengi að fara í hann um leið og hann kæmi heim aftur og ættlaði þá að sýna ömmu sinni hvað hann væri fínn. Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Sigvaldi fer aftur á fjöll í dag en það er nú líklega í síðasta skiptið í bili svo að það er ekki alslæmt þó að við verðum bara mæðginin saman út vikuna. Þetta tekur allt enda og kreppan líka svo það þýðir ekkert annað en að brosa framan í heiminn þó hann sé blankur.

6 comments:

Anonymous said...

Æ snúllinn... hefðir bara átt að leyfa honum að fara í fótboltagallanum.. hefði verið mesti töffarinn í leikskólanum! :o)

Já, maður verður að vera duglegur að brosa í kreppunni, það er eitt af fáu sem enginn getur tekið frá okkur, ekki einusinni Dabbi gamli :o)

Anonymous said...

já klárlega sko

og það er alveg rétt sama hvað þeir reyna ekki hægt að taka það af manni :)

Anonymous said...

takk fyrir mig um helgina voða kósý verðum að gera þetta oftar
kiss unnur

Anonymous said...

takk sömuleiðis skvís
kiss kiss ;)

Anonymous said...

Já ég er allveg viss um að kúturinn er æðislegur í þessum galla,bara flottur á litinn,en hann er svo sem sætur í öllu.
Mikið ofsalega ert þú bjartsýn á þessu krepputímum,ég er stolt af þér og fleiru ættu að taka þig til fyrirmyndar,ég geri það allavega ;)
Kveðja Kriss mágkona

Anonymous said...

sætasti grísinn sko
og já það þýðir víst ekkert annað en að brosa bara og svo er það líka ókeypis